30.8.2007 | 23:48
Umgjörð heimaleikja í Landsbankadeild
Ég er nokkurnveginn í sárum eftir leik FH og KR í kvöld. Þetta er alveg gjörsamlega til að gera mann brjálaðan gengi KR í sumar.
Það eru þó 3 leikir eftir og þar af 2 heima og nú verða menn að standa saman til að ná þessu markmiði - að halda sæti sínu í deildinni.
Það er annað sem fer enn meira í taugarnar á mér eftir kvöldið. Það er umgjörð FH á heimaleikjum og þá helst aðstaðan fyrir blaðamenn.
Ég hef nú verið vallarþulur á KR vellinum í ein 17 ár nú í sumar. Þar er alltaf hugsað um að fjölmiðlamenn og konur fái topp aðstöðu. Hjá KR er það þannig að leikskýrslan er tilbúin 40 mínútum fyrir leik. Það eru alltaf veitingar fyrir fjölmiðlamenn í blaðamannastúkunni og svo fyrir sjónvarpsmenn sem eru ekki í blaðamannastúkunni. Þetta er allt saman tilbúið klukkutíma fyrir leik.
Í kvöld var ég að lýsa leik FH og KR í útvarpi KR FM 98,3. Ég var kominn klukkan 17:10 og allt klárt. Það var ekkert komið af veitingum. Tuttugu mínútum fyrir leik var ekkert komið hvorki kaffi, vatn né leiksskýrslan.
Þrjár mínútur í leik kom loks skýrslan. Það bólaði hinsvegar ekkert á kaffinu sem maður hélt að kæmi.
Ég fékk svo ekki kaffi fyrr en heim var komið. Það var sem sagt ekkert kaffi á boðstólnum fyrir fjölmiðlamenn á leiknum !!!!
Nú er ég farinn að skilja Henry Birgi Gunnarsson þegar hann er að tala um aðstæður hjá félögunum.
Þetta er til skammar. Íslandsmeistarar til margra ára hafa aðbúnaðinn ekki í lagi.
Nú er ég loksins farinn að skilja hversvegna allir fjölmiðlamenn mæta alltaf á alla KR leiki.
Athugasemdir
Awwwww
Kr Nerd þeir bara hljóta að halda sér uppi
Ómar Ingi, 31.8.2007 kl. 00:06
Gylfi bróðir þinn lagði á ráðinn með þetta.. hann sagði að þú værir svo ör eftir 3 lítra af kaffi.. sem er ráðlagður dagskammtur í þessari stétt...KR? eru þeir ekki góðir í körfubolta? - smábæjarsyndrómið að hellast yfir vesturbæinn.. bara karfan og borðtennis? hehehe við höfum allavega golfvöll líka á Skaganum. bestu kv. alltaf gott að koma á KR-völlinn...
Sigurður Elvar Þórólfsson, 31.8.2007 kl. 00:19
Og ég sem að hélt að Chelsea Íslands væri jafn flott og á Brúnni...
Þeir eru greinilega ekki meira en Scunthorpe Utd þegar að þessu kemur! Ætli að peningarnir fari ekki allir í að borga Tryggva og hinum málaliðunum laun ?
Áddni, 1.9.2007 kl. 09:58
Er ekki líka spurning um þak á stúkuna FH?? Íslandsmeistarar til nokkura ára. Það var varla hægt að setjast í sætinn vegna bleytu. Kannski er ég svo góðu vön
Guðrún frænka
Guðrún Elísabet (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.