.

Pabbi ertu að mála matinn?

Vetur konungur var kvaddur með grilli í gær. Það kom ekkert annað til greina. Svínahnakkinn klikkar seint svo ekki sé talað um home made BBQ sósu. Kjötið komið á og allt að gerast. Ég er að pensla steikina með sósunni þá kemur sonur minn og spyr, "Pabbi ertu að mála matinn ......?"

Laugavegurinn

Um sl helgi fór ég snemma í miðbæinn. Það var fallegt veður og var bara nokkuð bjartsýnn þann dag. Þegar ég fór svo að labba upp Laugavegin þá blasti ekki við fögur sjón. Hvert verslunarrýmið ónotað og til leigu. Það voru ekki margir á ferli þó svo að klukkan hafi verið farin að nálgast hádegi. Það var hér áður fyrr allt fullt af fólki og mikið að gera í verslunum. Það var ekki að sjá um daginn. Hver starfsmaðurinn á fætur öðrum í hverri búð á fætur annari með farsíman í hendinni sendandi SMS skilaboð og væntanlega verið að biðja vini og vandamenn að kíkja við.

Ég var ekki lengi að koma mér úr bænum því þarna var engin stemmning. Það var svo um kvöldið að ég fór á rúntinn. Ekki skánaði ástandið þá. Hver skemmtistaðurinn á fætur öðrum tómur því allir voru úti á stétt að reykja. Svo var ekki nóg með það heldur sást ekki neitt því það var slökkt á öllum ljósastaurum. Það er kannski svona sem borgarstjórnin sparar peningana?

Það er alveg ljóst á þessu að menn verða að fara taka til hendinni í málefnum miðbæjarins. Ef fram heldur sem horfir leggst verslun af í miðbænum.


Argentína steikhús

Skellti mér út að borða í gær með konunni. Fyrir valinu varð Argentína steikhús. Fengum okkur tvíréttað og það var bara snilld.

Ég hafði einhversstaðar heyrt að Argentína hefði misst dampinn. Annað kom á daginn. Þjónustan, maturinn og umhverfið frábært í alla staði

Þetta er staður sem klikkar aldrei og óhætt að mæla með.


Guðmundur ráðinn .... til nokkurra mánaða

Loksins nær HSÍ að ráða þjálfara til að taka við íslenska karlalandsliðinu. Hvað er það að ráða hann til nokkurra mánaða ?

Var ekki talað um það að þegar Alfreð hætti að þá þyrfti næsti þjálfari að fá að minnsta 3-5 ár til að byggja upp til frambúðar.

Þetta getur ekki verið gott fyrir framhaldið. Þetta hefur áhrif á yngri landsliðin. Framtíðarstefnan er engin með þessu.

Afhverju er ekki markmiðið sett á HM2010 sem verður í Austurríki. Hvers vegna er alltaf verið að spenna bogann svona hátt?


Frábær kvöldstund

Ég var ákveðinn í því að skella mér á þessa tónleika um leið og ég sá þá auglýsta. Þursarnir eru eitt af þeim böndum sem maður var alinn upp við. Bræður mínir hlustuðu mikið á þá og ég smitaðist strax þrátt fyrir ungan aldur er fyrsta platan kom út.

Það var góð stemmning í höllinni þegar ég var kominn um klukkan 20:30. Það tók á móti manni þjóðlegt andrúmsloft. Hákarlslyktin, ilmur af heyi og harmonikku tónlist.

Sveitin mætti svo á svið klukkan 21:07. Caput byrjaði með látum. Tóku Þursasíu eftir Ríkharð Örn Pálsson í styttri útgáfu. Það fór um mann góð tilfinning.

Þegar því lagi lauk tæplega 15 mínútum síðar komu Þursar á svið. Ranimosk fór vel í mann og einn magnaðist maður upp.  Þórður Árnason var greinilega tilbúinn í slaginn.

Síðan komu allir slagararnir hver á annan þveran. Egill Ólafsson fór á kostum og sagði skemmtilega frá. Sérstaklega þegar hann mynntist látins félaga og snillings Kalla Sighvats.

Tónleikarnir voru alveg frábærir í alla staði. Lög eins og Ranimosk,Búnaðarbálkur, Æri Tobbi, Brúðkaupsvísur, Vill einhver elska og Gegnum holt og hæðir sungið af Ragnheiði Gröndal voru fremst meðal jafningja.

Þegar Ragnhildur var svo búinn þá þökkuðu Þursar fyrir sig. Við tók dynjandi lófaklapp og stapp. Þursarnir voru fljótir á svið aftur enda skein spilagleðin úr andlitum þeirra allra.

Sigtryggur vann, Nútíminn og Gegnum holt og hæðir hittu mann algjörlega. Það var greinilegt á fólki að það hafði ekki fengið nóg. Aftur voru Þursar klappaðir upp. Ný birtust þeir án Egils.

Tómas Magnús Tómasson söng þá lagið Jón var kræfur karl og hraustur. Það var virkilega vel gert. Mikill húmor, léttleiki, fagmennska fram í fingurgóma. Ekki vissi ég að maðurinn gæti sungið !!!

Maður fór út í nóttina alsæll og ánægður og ekki sýst stoltur yfir því að hafa séð eina merkilegustu hljómsveit Íslandssögunnar á sviði. Þvílík hljómsveit.........

Skildi maður upplifa þetta aftur hver veit?

 


mbl.is Þursarnir hafa engu gleymt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórleikur í körfunni á morgun

Á morgun þriðjudag 20 nóv kl 19:15 fer fram stórleikur í Evrópukeppni í körfuknattleik í DHL höllinni KR-inga við Frostaskjól.

KR-ingar taka þá á móti tyrkneska liðinu Banvit BC. Þetta verður án nokkurs vafa erfiður leikur fyrir KR. Það hefur þó sannast að allt er hægt í íþróttum

Nú er bara um að gera að fjölmenna.

Áfram KR !!!!


Gente di mare

Var að horfa á laugardagslögin í gær. Hugsaði svo með mér hvaða lag ætti að fara áfram í aðalkeppnina af þeim lögum sem maður hefur séð hingað til.

Þá var mér hugsað til allra þeirra laga og hvaða lag mér finnst í raun best af þessum Eurovision lögum.

Það er bara eitt lag sem ber af í þessari keppni frá upphafi.

Lagið Gente di mare er flutt af þeim Umberto Tozzi og Raf. Þeir komu fram árið 1987 fyrir hönd Ítala.

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þetta lagi hafi einungis orðið í 7unda sæti. - hreinn og klár SKANDALL


Ferðasót

Nú er nóg að gerast í íslenskri tónlist. Allir að fara úr límingunum fyrir jólin.

Hef verið að hlusta á nýjustu plötuna frá Hjálmum - Ferðasót.

Það verður að segjast eins og er að hún kemur til með að verða ein af plötum ársins. Spilamennskan, samæfingin og tónlistin er einstök.

Það sem stendur uppúr á þessari plötu eru lögin Leiðin okkar allra, Hafið og Spor. Þetta eru allt flottar melódíur og fagmennskan uppmáluð.

 Þessi plata á klárlega að vera til á hverju heimili.


..... hvað tíminn líður

Var að fara í gegnum plöturnar hjá mér. Er að vinna í því að koma þessu öllu á stafrænt form. Safnið hjá mér er ekki neitt á við marga sem eru að blogga um tónlist. Guðni Már á eitt það flottasta plötusafn sem ég hef séð. Þó sá ég það síðast í kringum 1987. Það hefur ekki minnkað síðan þá það er ljóst.

Ég rakst á eina plötu sem ég hlustaði mikið á. Hún kom út þann 20 október 1987. Fyrir rétt rúmum 20 árum síðan !!! Það er eins og þessi plata hafi komið á markað fyrir í mesta lagi 5 árum síðan.

Ég man eftir því þegar bróður minn heitinn, Ási kom með plötuna heim. Hann sagði mér að setja þessa plötu á því nú skildi ég fá að hlusta á almennilega tónlist. (var á þessum tíma plötusnúður og var að eitthvað viðriðinn Útrás FM 88,6 útvarpstöð framhaldsskólanna og 80´s tónlistin um allt sem fór í taugarnar á bróður mínum)

Plata þessi heitir einfaldlega Robbie Robertsson. Þetta var fyrsta solo plata hans eftir hann hætti í The Band. Það gerðist 11 árum áður.

Upptökustjóri á þessari plötu er Daniel Lanois. Tvemur árum áður hafði Daniel Lanois stjórnað upptökum á Joshua Tree plötu U2.

Það eru margir góðir menn sem koma að þessari plötu Robbie fremstir meðal jafningja eru U2 og Peter Gabriel. Útkoman er þessi flotta plata. Eitt lag af þessari plötu var mjög mikið spilað í útvarpinu og er það Somewhere down the crazy river.

Það eru þó fullt af flottari lögum eins og Fallen Angel þar sem Peter Gabriel syngur bakraddir, Broken Arrow þar sem Bono syngur með Robbie og U2 leikur undir. Ekki má gleyma Sonny got caught in the moonlight og Showdown at big sky.

Eftir að ég heyrði þessa plötu þá féll ég alveg fyrir þessum gömlu snillingum í The Band.


Furðulegt

Þetta er klárlega góður samningur sem Guðjón Valur hefur gert þarna.

Það sem mér finnst furðulegt í þessu að maðurinn skuli vera samningsbundinn núverandi liði til ársins 2009. Hann er búinn að skrifa undir hjá Rhein Neckar Löwe og enn eru eftir tæp 2 ár af samningi sínum við Gumersbach.

Ég bara skil ekki svona hluti.


mbl.is Guðjón Valur samdi við Rhein-Neckar Löwe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband