.

Færsluflokkur: Tónlist

Gente di mare

Var að horfa á laugardagslögin í gær. Hugsaði svo með mér hvaða lag ætti að fara áfram í aðalkeppnina af þeim lögum sem maður hefur séð hingað til.

Þá var mér hugsað til allra þeirra laga og hvaða lag mér finnst í raun best af þessum Eurovision lögum.

Það er bara eitt lag sem ber af í þessari keppni frá upphafi.

Lagið Gente di mare er flutt af þeim Umberto Tozzi og Raf. Þeir komu fram árið 1987 fyrir hönd Ítala.

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þetta lagi hafi einungis orðið í 7unda sæti. - hreinn og klár SKANDALL


Ferðasót

Nú er nóg að gerast í íslenskri tónlist. Allir að fara úr límingunum fyrir jólin.

Hef verið að hlusta á nýjustu plötuna frá Hjálmum - Ferðasót.

Það verður að segjast eins og er að hún kemur til með að verða ein af plötum ársins. Spilamennskan, samæfingin og tónlistin er einstök.

Það sem stendur uppúr á þessari plötu eru lögin Leiðin okkar allra, Hafið og Spor. Þetta eru allt flottar melódíur og fagmennskan uppmáluð.

 Þessi plata á klárlega að vera til á hverju heimili.


..... hvað tíminn líður

Var að fara í gegnum plöturnar hjá mér. Er að vinna í því að koma þessu öllu á stafrænt form. Safnið hjá mér er ekki neitt á við marga sem eru að blogga um tónlist. Guðni Már á eitt það flottasta plötusafn sem ég hef séð. Þó sá ég það síðast í kringum 1987. Það hefur ekki minnkað síðan þá það er ljóst.

Ég rakst á eina plötu sem ég hlustaði mikið á. Hún kom út þann 20 október 1987. Fyrir rétt rúmum 20 árum síðan !!! Það er eins og þessi plata hafi komið á markað fyrir í mesta lagi 5 árum síðan.

Ég man eftir því þegar bróður minn heitinn, Ási kom með plötuna heim. Hann sagði mér að setja þessa plötu á því nú skildi ég fá að hlusta á almennilega tónlist. (var á þessum tíma plötusnúður og var að eitthvað viðriðinn Útrás FM 88,6 útvarpstöð framhaldsskólanna og 80´s tónlistin um allt sem fór í taugarnar á bróður mínum)

Plata þessi heitir einfaldlega Robbie Robertsson. Þetta var fyrsta solo plata hans eftir hann hætti í The Band. Það gerðist 11 árum áður.

Upptökustjóri á þessari plötu er Daniel Lanois. Tvemur árum áður hafði Daniel Lanois stjórnað upptökum á Joshua Tree plötu U2.

Það eru margir góðir menn sem koma að þessari plötu Robbie fremstir meðal jafningja eru U2 og Peter Gabriel. Útkoman er þessi flotta plata. Eitt lag af þessari plötu var mjög mikið spilað í útvarpinu og er það Somewhere down the crazy river.

Það eru þó fullt af flottari lögum eins og Fallen Angel þar sem Peter Gabriel syngur bakraddir, Broken Arrow þar sem Bono syngur með Robbie og U2 leikur undir. Ekki má gleyma Sonny got caught in the moonlight og Showdown at big sky.

Eftir að ég heyrði þessa plötu þá féll ég alveg fyrir þessum gömlu snillingum í The Band.


Eric Clapton

Í tilefni af því að það sé að koma út ný plata með Eric Clapton þá fór ég í safnið mitt og var að spá í Clapton.

Ég setti plötuna August í spilarann. Þessi plata fékk mjög góða dóma á sínum tíma. Með honum á þessari plötu eru Greg Phillinganes á hljómborð, Nathan East á bassa og Phil Collins á trommur. Í bakröddum á er svo drottningin sjálf Tina Turner.

Það var mikið hlustað á þessu plötu á sínum tíma þegar hún kom út árið 1986. Það verður bara að segjast eins og er að hún eldist svakalega vel. Lög eins og Hold on, Run, It´s in the way that you use it og Holy mother eru frábærar lagasmíðar. Clapton er í sínu besta formi á þessari plötu.

Það er ljóst að ég á eftir að fjárfesta í nýju plötunni hans Eric Clapton - Back home. Skildi hann leita uppruna síns á þeirri plötu?


Þá er loksins komið að því

Mikið svakalega er mig farið að hlakka til kvöldsins er ég fer á tónleikana með Jethro Tull. Ég hef ekki enn fyrirgefið mér það að hafa ekki farið uppá Akranes um árið þegar Ian og félagar spiluðu þar.

Ég sá Ian Anderson í fyrra þegar hann kom hingað einn síns liðs. Það var magnað. Kallinn er bara göldróttur.

Í kvöld gefst mér svo kostur að sjá hann í góðu návígi þar sem tónleikarnir fara fram í Háskólabíói. Ég hef heyrt að þetta verða accustic tónleikar.

Ein af mínum uppáhalds plötum er einmitt accustic tónleikaplata þeirra félaga A little light music sem kom út 14 september 1992.

Eitt flottasta lagið á plötunni er lagið Too old to rock´n´roll and too young too die. Það er er fyrst og fremst útsetningin á þessu lagi sem heillar mig. Þessi upptaka var tekin upp 16 maí 1992 í Ankara.

Það eru einhverjir miðar eftir á tónleikana í kvöld. Ég hvet ykkur til að mæta

Sjáumst í Háskólabíói í kvöld


Hvar var stuðið - Stuðmenn?

Þá er þessi helgi að baki. Ég fór í bæinn á menningarnótt og það var gaman.

Ég hafði ekki tök á því að fara á tónleikana á föstudaginn hjá Kaupþingi á Laugardalsvelli. 

Ég sá hluta af þeim í sjónvarpinu. Þar voru nokkrir listamenn sem stóðu uppúr. Þar ber helst að telja Bubba og Garðar Thor Cortes.

Hvar var stuðið - Stuðmenn? 

Þetta var það lélegasta sem ég hef séð frá þeim. Alltaf eru þeir með einhvern svona aulahúmor á stórum tónleikum.

Hver man ekki eftir hinu glataða þegar þeir sendu staðgengla á svið í fyrsta laginu á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar árið 1986.

 


Lög á heilann

Það gerist órtúlega oft hjá okkur öllum að við fáum lög á heilann. Ég náði mér í plötuna Make some noise: The campaign to save Darfur. Þarna koma fram allir helstu baráttu menn samtímans fyrir bættum heimi. 

Fyrst ber að telja U2, R.E.M, Jackson Browne, Green day og Youssu N´dour.

Á þessari plötu syngja menn efni eftir meistara John Lennon. Þessi plata er alveg frábær í alla staði. Það hefði mátt bæta við nokkrum lögum í stað þeirra laga sem koma 2-3 sinnum á plötunni eins og Instant Karma, Imagine  og Gimmie some truth. 

Það lag sem ég er með á heilanum núna er einmitt Instant Karma í flutningi U2.

Þessi texti og þetta lag er frábært og fær mann til að hugsa um allt það sem er í gangi í þessum heimi


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband