.

Frábær kvöldstund

Ég var ákveðinn í því að skella mér á þessa tónleika um leið og ég sá þá auglýsta. Þursarnir eru eitt af þeim böndum sem maður var alinn upp við. Bræður mínir hlustuðu mikið á þá og ég smitaðist strax þrátt fyrir ungan aldur er fyrsta platan kom út.

Það var góð stemmning í höllinni þegar ég var kominn um klukkan 20:30. Það tók á móti manni þjóðlegt andrúmsloft. Hákarlslyktin, ilmur af heyi og harmonikku tónlist.

Sveitin mætti svo á svið klukkan 21:07. Caput byrjaði með látum. Tóku Þursasíu eftir Ríkharð Örn Pálsson í styttri útgáfu. Það fór um mann góð tilfinning.

Þegar því lagi lauk tæplega 15 mínútum síðar komu Þursar á svið. Ranimosk fór vel í mann og einn magnaðist maður upp.  Þórður Árnason var greinilega tilbúinn í slaginn.

Síðan komu allir slagararnir hver á annan þveran. Egill Ólafsson fór á kostum og sagði skemmtilega frá. Sérstaklega þegar hann mynntist látins félaga og snillings Kalla Sighvats.

Tónleikarnir voru alveg frábærir í alla staði. Lög eins og Ranimosk,Búnaðarbálkur, Æri Tobbi, Brúðkaupsvísur, Vill einhver elska og Gegnum holt og hæðir sungið af Ragnheiði Gröndal voru fremst meðal jafningja.

Þegar Ragnhildur var svo búinn þá þökkuðu Þursar fyrir sig. Við tók dynjandi lófaklapp og stapp. Þursarnir voru fljótir á svið aftur enda skein spilagleðin úr andlitum þeirra allra.

Sigtryggur vann, Nútíminn og Gegnum holt og hæðir hittu mann algjörlega. Það var greinilegt á fólki að það hafði ekki fengið nóg. Aftur voru Þursar klappaðir upp. Ný birtust þeir án Egils.

Tómas Magnús Tómasson söng þá lagið Jón var kræfur karl og hraustur. Það var virkilega vel gert. Mikill húmor, léttleiki, fagmennska fram í fingurgóma. Ekki vissi ég að maðurinn gæti sungið !!!

Maður fór út í nóttina alsæll og ánægður og ekki sýst stoltur yfir því að hafa séð eina merkilegustu hljómsveit Íslandssögunnar á sviði. Þvílík hljómsveit.........

Skildi maður upplifa þetta aftur hver veit?

 


mbl.is Þursarnir hafa engu gleymt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

No Comment

Ómar Ingi, 24.2.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Algjörlega frábær konsert .

Heimir Eyvindarson, 24.2.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband