19.8.2007 | 23:50
Hvar var stuðið - Stuðmenn?
Þá er þessi helgi að baki. Ég fór í bæinn á menningarnótt og það var gaman.
Ég hafði ekki tök á því að fara á tónleikana á föstudaginn hjá Kaupþingi á Laugardalsvelli.
Ég sá hluta af þeim í sjónvarpinu. Þar voru nokkrir listamenn sem stóðu uppúr. Þar ber helst að telja Bubba og Garðar Thor Cortes.
Hvar var stuðið - Stuðmenn?
Þetta var það lélegasta sem ég hef séð frá þeim. Alltaf eru þeir með einhvern svona aulahúmor á stórum tónleikum.
Hver man ekki eftir hinu glataða þegar þeir sendu staðgengla á svið í fyrsta laginu á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar árið 1986.
Athugasemdir
Mér finnst vanta Mugison á lista þeirra sem stóðu uppúr.
Stuðmenn, guð minn góður
Rúnar Birgir Gíslason, 20.8.2007 kl. 09:17
Ég sá ekki Mugison þannig ég gat ekki dæmt um það. Mugison á sjálfsögðu að vera þarna.
Páll Sævar Guðjónsson, 20.8.2007 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.