.

Hvar voru fjölmiðlar og kvennfólk ?

Nú fyrr í dag lauk stærsta fótboltamóti sem haldið hefur verið á Íslandi hin síðari ár. Það var Evrópukeppni  kvennalandsliða skipað leikmönnum 19 ára og yngri.

Í úrslitum áttust við Þjóðverjar og Englendingar. Það er óhætt að fullyrða að þarna áttust við einar þær stærstu knattspyrnuþjóðir í heimi í dag.

Leikurinn endaði með sigri Þjóðverja 2-0 eftir framlengdan leik.

Það eru nokkrir hlutir sem mér finnast athyglisverðir.

Í fyrsta lagi er það umfjöllun fjölmiðla hér á landi á þessu móti. Það var ekki einn einasti fjölmiðilinn sem gerði þessu móti góð skil. Það var rétt minnst á þetta í fréttum RÚV svo ég gat tekið eftir. Dagblöðin létu ekki sjá sig á þessum leikjum. Netmiðillinn Fótbolti.net á hrós skilið því þeir einbeita sér jú að fótboltanum.

Einnig fannst mér þátttaka kynsystra leikmanna vanta. Það voru alls 557 árhorfendur á þessum leik í dag. Þar var kvennfólk í miklum minnihluta. Það hefur ekki vantað að kvennfólk kvarti yfir allri þeirri athygli sem karlmenn fá í fjölmiðlum á íþróttasviðinu. Þegar kvennfólk er svo í aðalhlutverki á jafn stóru móti og þetta var þá lætur kvennfólk ekki sjá sig.

Það er kannski skýring fyrir því þar sem þessi leikur var jú í beinni útsendingu á Eurosport !?! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Tek undir það að þetta er skömm.. ég sá ekki eina einustu umfjöllum um leikina og fyrir tilviljun hitti ég spánska kvennalandsliðið á Geysi í skemmtiferð og þá komst ég að því að eitthvað stórmót væri í gangi hér á landi.

Teitur var rekinn í dag :S

Óskar Þorkelsson, 30.7.2007 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband