.

Færsluflokkur: Bloggar

Stoltur !

Það var KR-sigur í gær og það er frábært. Það er góð tilfinning fyrir leikinn gegn Fram á sunnudaginn 23. sept sem fram fer á Laugardalvellinum.

Það voru aðrir hlutir sem glöddu mig ekki síður í gær og það má sjá hér


Ótrúlegur Anderson

Hvað getur maður sagt. Tónleikarnir voru stórkostlegir í gær. Ian Anderson hefur slíka nálgun á tónlistina að það er ótrulegt. Hann hefur engu gleymt. Krafturinn í kallinum var magnaður. Hann er eins og seyðkarl þegar hann fer um sviðið með flötuna á lofti.

Lögin Budapest og Songs from the woods stóðu uppúr. Það er ljóst að Jethro á eftir að vera lengi í spilaranum næstu vikurnar.

Hljóðið fór ekki vel af stað til að byrja með. Það heyrðist ekki nægilega vel í Andeson. Það kom svo allt saman eftir 2-3 lög. Háskólabíó er mjög góður tónleikastaður. Þar er góður hljómburður og nálægðin við hljómsveitirnar er mikil.

Það var gaman að sjá Óla Hólm trommara og Labba í Mánum meðal áhorfenda í gær. Þeir voru sáttir við tónleikana. 

Nú er bara að vona að þeir komi aftur á næsta ári.


mbl.is Jethro Tull skemmti sér og öðrum í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel gert

Þetta er flott hjá Brynjari Birni. Þetta er ekkert nema viðurkenning á þeim góðu hlutum sem hann hefur verið að gera hjá Reading.

Alltaf gaman að sjá þegar KR-ingar semja


mbl.is Brynjar Björn framlengdi við Reading
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svakalegt tuð alltaf hreint

Mikið svakalega hefur mér leiðst þessi umræða um 365 miðla í dag eftir þessa leiki í enska boltanum. Menn eru tilbúnir að rakka þetta allt saman niður. Léleg gæði, leikir með enskum þulum og ég veit ekki hvað og hvað.

Í fyrsta lagi ætti fólk að gefa þessu smá tíma. Þetta var jú fyrsti alvöru útsendingardagurinn

Það var flott að sjá viðtal Arnars Björnssonar við Eggert Magnússon eftir leik West Ham og Pompey. 

442 þátturinn var flottur og það er bara klárt mál að 365 eru að leggja hart að sér við þessar útsendingar. 


Það er bara eitt stórveldi

Ég er búinn að fylgjast vel með gangi mála hjá mínum klúbbi KR frá því að Teiti var sagt upp störfum.

Ég er sannfærður um að ekkert lið á Íslandi myndi fá eins mikla athygli í fjölmiðlum eins og KR hefur fengið sl. sólarhring.

Það er hver miðillinn á fætur öðrum sem hefur verið að taka viðtöl við Teit Þórðarson og Loga Ólafsson nýráðinn þjálfara hjá KR.

Vinur minn Kristinn Kjærnested Formaður KR klúbbsins var í viðtali á rás 1 í morgun. Kastljósið í gær þá var Teitur þar mjög flottur og skilur sáttur við KR.

Netmiðlar í dag og útvarp allar útvarpsstöðvar fullar af KR efni. Ég er viss um ef svona KRísa kæmi upp hjá Val eða FH þá myndi umfjöllunin ekki vera eins mikil.

Það er bara eitt stórveldi - KR


Hvar voru fjölmiðlar og kvennfólk ?

Nú fyrr í dag lauk stærsta fótboltamóti sem haldið hefur verið á Íslandi hin síðari ár. Það var Evrópukeppni  kvennalandsliða skipað leikmönnum 19 ára og yngri.

Í úrslitum áttust við Þjóðverjar og Englendingar. Það er óhætt að fullyrða að þarna áttust við einar þær stærstu knattspyrnuþjóðir í heimi í dag.

Leikurinn endaði með sigri Þjóðverja 2-0 eftir framlengdan leik.

Það eru nokkrir hlutir sem mér finnast athyglisverðir.

Í fyrsta lagi er það umfjöllun fjölmiðla hér á landi á þessu móti. Það var ekki einn einasti fjölmiðilinn sem gerði þessu móti góð skil. Það var rétt minnst á þetta í fréttum RÚV svo ég gat tekið eftir. Dagblöðin létu ekki sjá sig á þessum leikjum. Netmiðillinn Fótbolti.net á hrós skilið því þeir einbeita sér jú að fótboltanum.

Einnig fannst mér þátttaka kynsystra leikmanna vanta. Það voru alls 557 árhorfendur á þessum leik í dag. Þar var kvennfólk í miklum minnihluta. Það hefur ekki vantað að kvennfólk kvarti yfir allri þeirri athygli sem karlmenn fá í fjölmiðlum á íþróttasviðinu. Þegar kvennfólk er svo í aðalhlutverki á jafn stóru móti og þetta var þá lætur kvennfólk ekki sjá sig.

Það er kannski skýring fyrir því þar sem þessi leikur var jú í beinni útsendingu á Eurosport !?! 


Meistari Megas - *****

Ég hef verið að hlusta á nýju plötuna hans Megasar - Frágangur. Þarna nýtur hann aðstoðar hljómsveitarinnar Hjálmar sem kallar sig reyndar Senuþjófarnir á þessari plötu.

Þessi plata er algjör snilld. Hún fær 5 stjörnur hjá mér. Spilamennskan, laglínurnar og textar Megasar eru alveg frábærir.

Þetta er skildueign !


Fríið búið

Jæja þá er fríið búið í bili. Fjórar vikur eru fljótar að líða. Ég skrölti um landi og var fyrir norðan í Skagafirðinum. Gerði góða tilraun til að veiða lax í Vatnsdalsá og fór í nokkra daga í fellihýsi í Húsafelli.

 Þetta er merkilegt fyrirbæri þetta fellihýsi. Ég hafði alltaf óbeit á þessu fólki sem keyrði um landið í leit að sumar og sól. Það fór svo mikið fyrir þessum bílum og maður komst ekkert framúr þeim. Svo ekki nóg með það skildi ég aldrei hvað þetta fólk var að sækja. Hvernig það nennti yfir höfuð að standa í þessu bulli öllu saman.

Nú hef ég aðgang að fellihýsi. Forvitnin mín var það mikil að ég varð að prófa. Í Húsafell var haldið eins og áður hefur komið fram. Þar var mikil blíða rúmlega 20 stiga hiti og allir sólbrunnir á staðnum. Ég setti upp húsið á mettíma ca 5 mínútum. Eftir ca 20 mínútna veru á staðnum þá sagði ég við konuna mína " mikið svakalega er þetta sniðugt svona fellihýsi"

Ég komst að því að þessi ferðamáti er mjög góður og hentur stórri fjölskyldu eins og minni.

Ég bið alla þá afsökunar sem hafa verið með hóstakast eftir mig þegar ég var á ferðinni sl sumar og blótaði öllum felli og hjólhýsaeigendum - slíkur búnaður er algjör snilld


Verum vakandi...

Fór í gær í  Hagkaup Eiðistorig að versla rakvélablöð. Það stóð á hillunni að 8 blöð kostuðu 1599 kr. Þegar stúlkan á kassanum renndi þeim í gegnum skannan þá sagði hún 2299 kr  !!!!

Ég sagði henni að að það stæði 1599 kr á hillunni og því skildi ég bara borga það. Hún labbaði svo með mér og sá þetta í hillunni. Þegar við komum aftur að kassanum þá sagði hún aftur 2299 kr.

Ég endurtók mig og sagði henni að ég borgaði 1599 krónur fyrir þetta og ekki krónu meir. Þá fór hún og náði í verslunarstjórann sem var stúlka um tvítugt. Hún var mjög almennileg og leiðrétti þetta við og ég borgaði 1599 kr.

Þarna munaði heilum 700 krónum á uppsettu verði og það sem ég átti að borga. Hvað haldið þið að verslanir komist oft upp með svona hluti?

Ég hvet ykkur til að vera á varðbergi gagnvart svona hlutum.

Rétt skal vera rétt


Mávarnir á tjörninni

Var að ferðinni í gær með drengina mína. Ég fór niður í miðbæ og keyrði eftir Fríkirkjuveginum í norður. Ég hafði hugsað mér að kíkja niður á tjörn. Ég skildi ekki í því hversvegna umferðin var svo hæg. Ég var stopp í nokkrar mínútur við Fríkirkjuna sjálfa. Hægt og rólega sigaðist svo umferðin áfram.

Ég áttaði mig á því hvað olli þessar töf á umferðinni. Það hafði einhver ágætur vegfarandi hent niður frönskum kartöflum í götuna. Um leið voru mávarnir mættir. Það var mávager að kroppa upp þennan mat og létu þér sér fátt um finnast þrátt fyrir læti í bílflautum.

Ég hætti við að fara niður á tjörn. Það var svo mikið af mávi þarna og lætin og viðbjóðurinn af þeirra tilstuðlan er svakalegur.

Það gleður mig að KR-ingurinn Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfissviðs Reykjavíkurborgar sé að taka til í þessum málum.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband