Færsluflokkur: Bloggar
24.4.2008 | 22:44
Pabbi ertu að mála matinn?
Bloggar | Breytt 25.4.2008 kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2008 | 22:49
Laugavegurinn
Um sl helgi fór ég snemma í miðbæinn. Það var fallegt veður og var bara nokkuð bjartsýnn þann dag. Þegar ég fór svo að labba upp Laugavegin þá blasti ekki við fögur sjón. Hvert verslunarrýmið ónotað og til leigu. Það voru ekki margir á ferli þó svo að klukkan hafi verið farin að nálgast hádegi. Það var hér áður fyrr allt fullt af fólki og mikið að gera í verslunum. Það var ekki að sjá um daginn. Hver starfsmaðurinn á fætur öðrum í hverri búð á fætur annari með farsíman í hendinni sendandi SMS skilaboð og væntanlega verið að biðja vini og vandamenn að kíkja við.
Ég var ekki lengi að koma mér úr bænum því þarna var engin stemmning. Það var svo um kvöldið að ég fór á rúntinn. Ekki skánaði ástandið þá. Hver skemmtistaðurinn á fætur öðrum tómur því allir voru úti á stétt að reykja. Svo var ekki nóg með það heldur sást ekki neitt því það var slökkt á öllum ljósastaurum. Það er kannski svona sem borgarstjórnin sparar peningana?
Það er alveg ljóst á þessu að menn verða að fara taka til hendinni í málefnum miðbæjarins. Ef fram heldur sem horfir leggst verslun af í miðbænum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2008 | 20:04
Guðmundur ráðinn .... til nokkurra mánaða
Loksins nær HSÍ að ráða þjálfara til að taka við íslenska karlalandsliðinu. Hvað er það að ráða hann til nokkurra mánaða ?
Var ekki talað um það að þegar Alfreð hætti að þá þyrfti næsti þjálfari að fá að minnsta 3-5 ár til að byggja upp til frambúðar.
Þetta getur ekki verið gott fyrir framhaldið. Þetta hefur áhrif á yngri landsliðin. Framtíðarstefnan er engin með þessu.
Afhverju er ekki markmiðið sett á HM2010 sem verður í Austurríki. Hvers vegna er alltaf verið að spenna bogann svona hátt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2008 | 21:38
Frábær kvöldstund
Ég var ákveðinn í því að skella mér á þessa tónleika um leið og ég sá þá auglýsta. Þursarnir eru eitt af þeim böndum sem maður var alinn upp við. Bræður mínir hlustuðu mikið á þá og ég smitaðist strax þrátt fyrir ungan aldur er fyrsta platan kom út.
Það var góð stemmning í höllinni þegar ég var kominn um klukkan 20:30. Það tók á móti manni þjóðlegt andrúmsloft. Hákarlslyktin, ilmur af heyi og harmonikku tónlist.
Sveitin mætti svo á svið klukkan 21:07. Caput byrjaði með látum. Tóku Þursasíu eftir Ríkharð Örn Pálsson í styttri útgáfu. Það fór um mann góð tilfinning.
Þegar því lagi lauk tæplega 15 mínútum síðar komu Þursar á svið. Ranimosk fór vel í mann og einn magnaðist maður upp. Þórður Árnason var greinilega tilbúinn í slaginn.
Síðan komu allir slagararnir hver á annan þveran. Egill Ólafsson fór á kostum og sagði skemmtilega frá. Sérstaklega þegar hann mynntist látins félaga og snillings Kalla Sighvats.
Tónleikarnir voru alveg frábærir í alla staði. Lög eins og Ranimosk,Búnaðarbálkur, Æri Tobbi, Brúðkaupsvísur, Vill einhver elska og Gegnum holt og hæðir sungið af Ragnheiði Gröndal voru fremst meðal jafningja.
Þegar Ragnhildur var svo búinn þá þökkuðu Þursar fyrir sig. Við tók dynjandi lófaklapp og stapp. Þursarnir voru fljótir á svið aftur enda skein spilagleðin úr andlitum þeirra allra.
Sigtryggur vann, Nútíminn og Gegnum holt og hæðir hittu mann algjörlega. Það var greinilegt á fólki að það hafði ekki fengið nóg. Aftur voru Þursar klappaðir upp. Ný birtust þeir án Egils.
Tómas Magnús Tómasson söng þá lagið Jón var kræfur karl og hraustur. Það var virkilega vel gert. Mikill húmor, léttleiki, fagmennska fram í fingurgóma. Ekki vissi ég að maðurinn gæti sungið !!!
Maður fór út í nóttina alsæll og ánægður og ekki sýst stoltur yfir því að hafa séð eina merkilegustu hljómsveit Íslandssögunnar á sviði. Þvílík hljómsveit.........
Skildi maður upplifa þetta aftur hver veit?
Þursarnir hafa engu gleymt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2007 | 09:41
Furðulegt
Þetta er klárlega góður samningur sem Guðjón Valur hefur gert þarna.
Það sem mér finnst furðulegt í þessu að maðurinn skuli vera samningsbundinn núverandi liði til ársins 2009. Hann er búinn að skrifa undir hjá Rhein Neckar Löwe og enn eru eftir tæp 2 ár af samningi sínum við Gumersbach.
Ég bara skil ekki svona hluti.
Guðjón Valur samdi við Rhein-Neckar Löwe | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 22:37
Hef bara aldrei séð þetta áður ! ! !
Bloggar | Breytt 31.10.2007 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.10.2007 | 23:18
Fánalög og Gdansk
Skellti mér á fyrri tónleikana í kvöld. Þetta voru flottir tónleikar. Ég held að síðast þegar ég fór á tónleika með Nýdönsk var í íslensku óperunni 1991 um það leiti sem Regnbogaland var að koma út.
Tónleikar kvöldsins voru vel heppnaðir í alla staði. Björn Jörundur var flottur og húmorinn hans hitti í mark. Jón Ólafsson var mjög flottur. Mér fannst mikið til koma þegar hann söng einn síns liðs lagið Svefninn laðar og snéri baki í tónleikagesti. Þetta var svolítið einkennilegt.
Þegar leið á tónleikana þá bættist í bandið. Þeir komu fyrrum liðsmenn Nýdönsk Einar Sigurðsson og Valdimar Bragi. Þá var talið í 2 rútubílasöngva eins og Björn Jörundur Fribbason sagði. Lögin þekkja allir Hjálpaðu mér upp og Fram á nótt. Það heppnaðist svona glimrandi vel.
Eitt af hápunktum kvöldsins var þegar Björn Jörundur og Jón Ólafsson tóku saman lagið Tré af plötunni Regnbogaland. Þá söng Björn mjög svo vel og undirleikur Jóns var mjög flottur en það sem truflaði var hammondinn. Snúningurinn á hammondinum truflaði hljóðið í salnum.
Þegar þessu var lokið var snúið sér að nýju lögunum Afneitum draumunum og Verðbólgin augu. Þessi lög virka mjög vel. Í Verðbólgin augu kom þeim til aðstoðar og hann syngur víst í þessu lagi en enginn hefur tekið eftir því fyrr en núna - Stefán Hilmarsson sálarmaður með meiru. Mjög flott. Það var svo nokkuð liðið á tónleikana þegar Daníel Ágúst Haraldsson var kallaður uppá svið. Þá fór að færast fjör í leikinn. Daníel Ágúst sagði ekki mikið þegar hann kom en þó "Nú verða bara smellir"
Í kjölfarið komu Landslag skýjanna, Hólmfríður Júlíusdóttir, Horfðu til himins, Hunang og Alelda. Þetta steinlá allt saman.
Eftir að Daníel steig á stokk þá dofnaði aðeins yfir Birni Jörundi. Maður skynjaði smá strauma á milli þeirra bæði jákvæða og neikvæða.
Þetta voru góðir tónleikar með góðu sándi. Eina sem vantaði í lagaval kvöldsins var Skynjun.
Annars bíður maður bara spenntur eftir næstu tvemur plötum þeirra - Fánalög og Gdansk
Ný dönsk heldur upp á tvítugsafmælið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2007 | 23:39
Uppgjörið færist nær
Þegar þetta er skrifað þá eru ekki nema um 14 klst í að lokaumferð Landsbankadeildarinnar fari fram.
Það bíða allir íþróttaáhugamenn eftir þessu. Valsmenn eru að fara úr límingunum og veit ég til þess að þeir fóru á hótel fyrr í dag. Undirbúningurinn hjá þeim er greinilega eins og hjá þeim liðum sem eru að fara leika úrslitaleik í bikarkeppni. Farið og einangrað sig frá fjölmiðlum og öðrum hlutum sem gætu haft áhrif á hugarfar leikmanna.
Það var óneytanlega ljúf tilfinning þegar ég fór í vinnuna í morgun. Þegar ég var komin að brúnni sem tengir Reykjavíkurtjörn og Háskóla svæðið þá var búið að strengja borða á brúnna og á henni stóð
"KR FELLUR ALDREI"
Þetta gaf manni vissulega fögur fyrirheit. Það sem er þó best í þessu að ég hef alltaf haft trú á mínum mönnum og er þess sannfrærður að KR fellur ekki.
Ég hvet ykkur til að mæta tímanlega í Frostaskjólið á morgun. Það er frítt inn fyrir þá sem mæta merktir KR á einhvern hátt. Nú er um að gera að klæða sig í sparifötin og eins og skáldið sagði :
"Við stöndum saman allir sem einn"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2007 | 10:52
Gaman að þessu
Ég tók stoltur við verðlaunum frá SÍ (Samtökum íþróttafréttamanna) um bestu aðstöðu fyrir íþróttafréttamann í Landsbanka deild karla fyrir árið 2007 til handa KR.
Það er gaman af því þegar fólk tekur eftir því sem vel er gert. Við Íslendingar höfum ekki verið dugleg að gefa náunganum hrós fyrir þá hluti sem vel eru gerðir.
KR hefur alltaf lagt mikinn metnað í að hafa þessa hluti á hreinu. Það eru gríðarlega margir sem koma að framkvæmd heimaleikja hjá KR. Fyrst ber að telja Karólínu M Jónsdóttur. Hún er búin að vera í þessu frá því að KR byrjaði að spila leiki í Frostaskjólinu. Hún sér um að kaffið og bakkelsið sé vel framreitt.
Þorlákur Björnsson sér um að koma leikskýrslu til fjölmiðlamanna. Gunnar Jóhannsson sér um að taka á móti dómurum. Gummarnir tveir sjá um að mörk og hornfánar séu á sínum stað á leikdegi og svona væri hægt að telja fleiri og fleiri.
Þetta er góð viðurkenning á hluti sem vel eru gerðir og erum við í KR þakklát fyrir það. Þetta hvetur okkur til að gera enn betur á næsta ári.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.9.2007 | 23:52
Spennan magnast í Landsbankadeildinni
Nú dregur til tíðinda á laugardaginn kemur. Þá verður síðasta umferðin leikin í Landsbankadeildinni. Það mætti segja mér að flestir komi til með að mæta á leik Vals og HK sem fram fer í Laugardalnum.
Nú sá ég ekki leik Fram og KR um sl. helgi. Það eru allir KR-ingar frekar pirraðir yfir því að hafa ekki náð að landa sigri í þeim leik.
Ég er sannfærður um að KR heldur sér uppi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)