28.7.2007 | 23:13
Meistari Megas - *****
Ég hef verið að hlusta á nýju plötuna hans Megasar - Frágangur. Þarna nýtur hann aðstoðar hljómsveitarinnar Hjálmar sem kallar sig reyndar Senuþjófarnir á þessari plötu.
Þessi plata er algjör snilld. Hún fær 5 stjörnur hjá mér. Spilamennskan, laglínurnar og textar Megasar eru alveg frábærir.
Þetta er skildueign !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.7.2007 | 23:07
Fríið búið
Jæja þá er fríið búið í bili. Fjórar vikur eru fljótar að líða. Ég skrölti um landi og var fyrir norðan í Skagafirðinum. Gerði góða tilraun til að veiða lax í Vatnsdalsá og fór í nokkra daga í fellihýsi í Húsafelli.
Þetta er merkilegt fyrirbæri þetta fellihýsi. Ég hafði alltaf óbeit á þessu fólki sem keyrði um landið í leit að sumar og sól. Það fór svo mikið fyrir þessum bílum og maður komst ekkert framúr þeim. Svo ekki nóg með það skildi ég aldrei hvað þetta fólk var að sækja. Hvernig það nennti yfir höfuð að standa í þessu bulli öllu saman.
Nú hef ég aðgang að fellihýsi. Forvitnin mín var það mikil að ég varð að prófa. Í Húsafell var haldið eins og áður hefur komið fram. Þar var mikil blíða rúmlega 20 stiga hiti og allir sólbrunnir á staðnum. Ég setti upp húsið á mettíma ca 5 mínútum. Eftir ca 20 mínútna veru á staðnum þá sagði ég við konuna mína " mikið svakalega er þetta sniðugt svona fellihýsi"
Ég komst að því að þessi ferðamáti er mjög góður og hentur stórri fjölskyldu eins og minni.
Ég bið alla þá afsökunar sem hafa verið með hóstakast eftir mig þegar ég var á ferðinni sl sumar og blótaði öllum felli og hjólhýsaeigendum - slíkur búnaður er algjör snilld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 16:40
Verum vakandi...
Fór í gær í Hagkaup Eiðistorig að versla rakvélablöð. Það stóð á hillunni að 8 blöð kostuðu 1599 kr. Þegar stúlkan á kassanum renndi þeim í gegnum skannan þá sagði hún 2299 kr !!!!
Ég sagði henni að að það stæði 1599 kr á hillunni og því skildi ég bara borga það. Hún labbaði svo með mér og sá þetta í hillunni. Þegar við komum aftur að kassanum þá sagði hún aftur 2299 kr.
Ég endurtók mig og sagði henni að ég borgaði 1599 krónur fyrir þetta og ekki krónu meir. Þá fór hún og náði í verslunarstjórann sem var stúlka um tvítugt. Hún var mjög almennileg og leiðrétti þetta við og ég borgaði 1599 kr.
Þarna munaði heilum 700 krónum á uppsettu verði og það sem ég átti að borga. Hvað haldið þið að verslanir komist oft upp með svona hluti?
Ég hvet ykkur til að vera á varðbergi gagnvart svona hlutum.
Rétt skal vera rétt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2007 | 09:06
Mávarnir á tjörninni
Var að ferðinni í gær með drengina mína. Ég fór niður í miðbæ og keyrði eftir Fríkirkjuveginum í norður. Ég hafði hugsað mér að kíkja niður á tjörn. Ég skildi ekki í því hversvegna umferðin var svo hæg. Ég var stopp í nokkrar mínútur við Fríkirkjuna sjálfa. Hægt og rólega sigaðist svo umferðin áfram.
Ég áttaði mig á því hvað olli þessar töf á umferðinni. Það hafði einhver ágætur vegfarandi hent niður frönskum kartöflum í götuna. Um leið voru mávarnir mættir. Það var mávager að kroppa upp þennan mat og létu þér sér fátt um finnast þrátt fyrir læti í bílflautum.
Ég hætti við að fara niður á tjörn. Það var svo mikið af mávi þarna og lætin og viðbjóðurinn af þeirra tilstuðlan er svakalegur.
Það gleður mig að KR-ingurinn Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfissviðs Reykjavíkurborgar sé að taka til í þessum málum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 22:39
Erfiðara fyrir landsliðfyrirliðan
Ef þessar fréttir reynast réttar þá er ljóst að Eiður Smári er að fá enn meiri samkeppni um stöður. Eiður Smári vill vera áfram í liði Börsunga skv. þeim fréttum sem hafa borist undanfarið.
TH er einginn venjulegur leikmaður. Hann hefur oft á tíðum sannað það að hann sé einn af betri framherjum í fótboltanum í dag.
Það er ekki bara að Eiður sé að fá meiri samkeppni heldur myndast líka mikil pressa á Samuel Eto þar sem Henry og Eto eru mjög svipaðir leikmenn. Svo getur það líka verið að bæði Eiður og Eto verði ekki með Börsungum á næstu leiktíð.
Hver veit......
Nokkrar staðreyndir um Thierry Henry | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 10:33
Frábær árangur og flott stemning
Þetta var flottur sigur hjá stelpunum bara til hamingju með þetta.
Mikið var rætt og ritað um ráðningu Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar. Hann hafi aldrei þjálfað lið að þessari stærðargráðu. Hann hefur heldur betur sínt það að hann sé starfi sínu vaxin.
Svör hans eftir leikinn voru þess eðlis að hann var með þetta allt á hreinu. Hann talaði um að Serbar ættu í erfiðleikum ef liðið yrði pressað framarlega á vellinum. Það skilaði sér heldur betur.
Þessi leikur hefði hæglega getað endað 10-0 fyrir Ísland.
Úrslitin framar björtustu vonum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 09:05
Bíddu við ....
Var ekki verið að frysta allar eigur Shinawatra um daginn? Hann er ásakaður fyrir mútur og önnur stjórnarbrot.
Tilboð Thaksins í Manchester City samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2007 | 22:34
Niðurlægingin heldur áfram
Hvað getur maður sagt núna. 1 stig eftir 7 leiki er eitthvað sem engin bjóst við. Það var búið að gera allt hvað hægt var að gera til að vera jákvæður fyrir leikinn gegn HK.
Ég var kominn tímanlega þar sem ég var að lýsa í útvarpi KR. Sat með Þresti Emilssyni og við ræddum KR fram og til baka. Við vorum komnir á þá skoðun og vorum í raun sannfærðir um að KR myndi sigra í kvöld.
Leikurinn hófst og gekk vel til að byrja með. Svo kom kom höggið mark gegn gangi leiksins hjá HK. Við þetta áttu KR-ingar ekkert svar við leik HK.
Martröðin hélt svo áfram í síðari hálfleik. HK bætti við öðru marki eftir skelfileg misstök hjá Kristjáni Finnbogasyni markmanni KR. 2-0 ósigur því staðreynd.
Nú held ég að þolinmæði KR-inga sé á þrotum. Ég skynjaði það strax eftir leikinn. Fólk var farið að tala um ferðarlög til Ólafsvíkur og Ólafsfjarðar á næsta ári og þökkuðu um leið að Grímsey væri ekki með lið í næst efstu deild.
Nú verður stjórn KR sport og aðrir sem koma að meistaraflokki karla að fara yfir stöðuna og meta hana af skynsemi áður en það fer illa.
HK og Keflavík og FH fögnuðu sigrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.6.2007 | 22:00
Enn og aftur að KR
Mikið svakalega eru þetta búnir að vera erfiðir dagar fyrir mig og aðra KR-inga. Fyrst þegar KR var að tapa stigum í upphafi móts þá voru allir að tala um og gera grín að KR. Innst inni hafði fólki ekki trú á því að þetta myndi stefna í þá átt sem það hefur farið í. Síðustu daga hafa vinir og vandamenn verið að hringja og senda samúðarkveðjur til allra KR-inga.
Að sjálfsögðu tekur maður við slíkum kveðjum. Annað væri óeðlilegt.
En væri það ekki týpískt að KR myndi vinna FH á fimmtudaginn............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2007 | 08:48
Roliggans að breytast í Hooligans?
Það var alveg svaklegt að sjá þetta atvik í lok leiks Dana og Svía á Parken.
Það eru ljóst að UEFA verður að grípa til harkalegra aðgerða gagnvart danska knattspyrnusambandinu. Þeir fá háar sektir og heimaleikjabann í kjölfarið.
Í nútíma knattspyrnu eiga svona hlutir ekki að geta gerst. Þetta er skammarlegt að sjá og að það skulu vera frændur okkar danir sem lenda í þessu er alveg með ólíkindum.
Nú hafa allir knattspyrnuáhangendur snúist gegn þeim. Hver man ekki eftir stemningunni sem var hér um árið þegar Danir urðu Evrópumeistarar. Þá gáfu þeir sig út fyrir að vera rólegustu stuðningsmenn í heimi.
Hvað hefur breyst?
Varð að flauta leikinn af" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)