.

Fánalög og Gdansk

Skellti mér á fyrri tónleikana í kvöld. Þetta voru flottir tónleikar. Ég held að síðast þegar ég fór á tónleika með Nýdönsk var í íslensku óperunni 1991 um það leiti sem Regnbogaland var að koma út.

Tónleikar kvöldsins voru vel heppnaðir í alla staði. Björn Jörundur var flottur og húmorinn hans hitti í mark. Jón Ólafsson var mjög flottur. Mér fannst mikið til koma þegar hann söng einn síns liðs lagið Svefninn laðar og snéri baki í tónleikagesti. Þetta var svolítið einkennilegt.

Þegar leið á tónleikana þá bættist í bandið. Þeir komu fyrrum liðsmenn Nýdönsk Einar Sigurðsson og Valdimar Bragi. Þá var talið í 2 rútubílasöngva eins og Björn Jörundur Fribbason sagði. Lögin þekkja allir Hjálpaðu mér upp og Fram á nótt. Það heppnaðist svona glimrandi vel.

Eitt af hápunktum kvöldsins var þegar Björn Jörundur og Jón Ólafsson tóku saman lagið Tré af plötunni Regnbogaland. Þá söng Björn mjög svo vel og undirleikur Jóns var mjög flottur en það sem truflaði var hammondinn. Snúningurinn á hammondinum truflaði hljóðið í salnum.

Þegar þessu var lokið var snúið sér að nýju lögunum Afneitum draumunum og Verðbólgin augu. Þessi lög virka mjög vel. Í Verðbólgin augu kom þeim til aðstoðar og hann syngur víst í þessu lagi en enginn hefur tekið eftir því fyrr en núna - Stefán Hilmarsson sálarmaður með meiru. Mjög flott. Það var svo nokkuð liðið á tónleikana þegar Daníel Ágúst Haraldsson var kallaður uppá svið. Þá fór að færast fjör í leikinn. Daníel Ágúst sagði ekki mikið þegar hann kom en þó "Nú verða bara smellir"

Í kjölfarið komu Landslag skýjanna, Hólmfríður Júlíusdóttir, Horfðu til himins, Hunang og Alelda. Þetta steinlá allt saman.

Eftir að Daníel steig á stokk þá dofnaði aðeins yfir Birni Jörundi. Maður skynjaði smá strauma á milli þeirra bæði jákvæða og neikvæða.

Þetta voru góðir tónleikar með góðu sándi. Eina sem vantaði í lagaval kvöldsins var Skynjun.

Annars bíður maður bara spenntur eftir næstu tvemur plötum þeirra - Fánalög og Gdansk


mbl.is Ný dönsk heldur upp á tvítugsafmælið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband