29.9.2007 | 21:54
Þetta var löng og erfið ganga
Þá er tímabilið í fótboltanum búið. KR féll ekki sem betur fer.
Þegar tímabilið var að byrja þá vantaði ekki væntingarnar hjá manni í garð KR. Allt átti að vera svo flott í og fínt. Talað var um að KR hefði unnið leikmanna markaðinn sl vetur. Öflugir menn hefðu skrifað samninga við félagið. Nú skildi blása til sóknar.
Þegar mótið var hálfnað var allt annað uppá teningnum. KR í botnsæti og útlitið hreinlega svart. Teitur hætti og Logi tók við eins og allir vita.
Sem betur fer fór þetta betur en á horfðist á tímabili. Það er hægt að hugga sér við það hefðu 2 lið fallið í sumar þá hefði KR sloppið.
Nú er það komið í ljós að Rúnar Kristinsson er hættur og vil ég þakka honum fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir KR og fótboltann á Íslandi.
Nú þegar þetta er yfirstaðið og aðrar áhyggjur taka við þá þarf að staldra við og fara yfir hlutina. Það eru nokkrar spurningar sem vakna.
Hver tekur við þjálfara starfinu hjá KR?
Hvaða leikmenn hætta?
Hvaða leikmenn koma til KR?
Þessum spurningum verður að mestu búið að svara fyrir mánaðarmótin nóv - des geri ég ráð fyrir. Nú er bara að bíða og sjá.
Nú er það karfan sem tekur við og þar hefur KR titil að verja.
Athugasemdir
mér finnst það áleitnari spurning hvort stjórn KR sport muni sitja áfram en hver kemur og þjálfar.. Það vill enginn þjálfari koma til okkar á meðan þessi stjórn situr enda rekur hún menn til hægri og vinstri ... td Willum.
En mig hlakkar mikið til körfunar í vetur..
Óskar Þorkelsson, 30.9.2007 kl. 01:37
Já hvað er með þennan Jónas
Til hamingju með að falla ekki
Ómar Ingi, 1.10.2007 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.