.

Gaman að þessu

Ég tók stoltur við verðlaunum frá SÍ (Samtökum íþróttafréttamanna) um bestu aðstöðu fyrir íþróttafréttamann í Landsbanka deild karla fyrir árið 2007 til handa KR.

Það er gaman af því þegar fólk tekur eftir því sem vel er gert. Við Íslendingar höfum ekki verið dugleg að gefa náunganum hrós fyrir þá hluti sem vel eru gerðir.

KR hefur alltaf lagt mikinn metnað í að hafa þessa hluti á hreinu. Það eru gríðarlega margir sem koma að framkvæmd heimaleikja hjá KR. Fyrst ber að telja Karólínu M Jónsdóttur. Hún er búin að vera í þessu frá því að KR byrjaði að spila leiki í Frostaskjólinu. Hún sér um að kaffið og bakkelsið sé vel framreitt.

Þorlákur Björnsson sér um að koma leikskýrslu til fjölmiðlamanna. Gunnar Jóhannsson sér um að taka á móti dómurum. Gummarnir tveir sjá um að mörk og hornfánar séu á sínum stað á leikdegi og svona væri hægt að telja fleiri og fleiri.

Þetta er góð viðurkenning á hluti sem vel eru gerðir og erum við í KR þakklát fyrir það. Þetta hvetur okkur til að gera enn betur á næsta ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Sævar Guðjónsson

Hilmar maður er alltaf í skeifudeildinni

Páll Sævar Guðjónsson, 28.9.2007 kl. 14:19

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

til hamingju með þetta Palli.. við erum kannski neðstir en við erum bestir samt ;)

Óskar Þorkelsson, 28.9.2007 kl. 14:31

3 Smámynd: Ómar Ingi

Gott að þið getið eitthvað einhverstaðar

Congrats

Ómar Ingi, 28.9.2007 kl. 22:15

4 Smámynd: Áddni

Til hamingju með það Palli! Enda umgjörð leikjanna hjá ykkur til mikillar fyrirmyndar í alla staði! (Kannski soldið mikið af KR-ingum...en hei)

Áddni, 28.9.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband