.

Fríið búið

Jæja þá er fríið búið í bili. Fjórar vikur eru fljótar að líða. Ég skrölti um landi og var fyrir norðan í Skagafirðinum. Gerði góða tilraun til að veiða lax í Vatnsdalsá og fór í nokkra daga í fellihýsi í Húsafelli.

 Þetta er merkilegt fyrirbæri þetta fellihýsi. Ég hafði alltaf óbeit á þessu fólki sem keyrði um landið í leit að sumar og sól. Það fór svo mikið fyrir þessum bílum og maður komst ekkert framúr þeim. Svo ekki nóg með það skildi ég aldrei hvað þetta fólk var að sækja. Hvernig það nennti yfir höfuð að standa í þessu bulli öllu saman.

Nú hef ég aðgang að fellihýsi. Forvitnin mín var það mikil að ég varð að prófa. Í Húsafell var haldið eins og áður hefur komið fram. Þar var mikil blíða rúmlega 20 stiga hiti og allir sólbrunnir á staðnum. Ég setti upp húsið á mettíma ca 5 mínútum. Eftir ca 20 mínútna veru á staðnum þá sagði ég við konuna mína " mikið svakalega er þetta sniðugt svona fellihýsi"

Ég komst að því að þessi ferðamáti er mjög góður og hentur stórri fjölskyldu eins og minni.

Ég bið alla þá afsökunar sem hafa verið með hóstakast eftir mig þegar ég var á ferðinni sl sumar og blótaði öllum felli og hjólhýsaeigendum - slíkur búnaður er algjör snilld


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband