24.6.2007 | 16:40
Verum vakandi...
Fór í gær í Hagkaup Eiðistorig að versla rakvélablöð. Það stóð á hillunni að 8 blöð kostuðu 1599 kr. Þegar stúlkan á kassanum renndi þeim í gegnum skannan þá sagði hún 2299 kr !!!!
Ég sagði henni að að það stæði 1599 kr á hillunni og því skildi ég bara borga það. Hún labbaði svo með mér og sá þetta í hillunni. Þegar við komum aftur að kassanum þá sagði hún aftur 2299 kr.
Ég endurtók mig og sagði henni að ég borgaði 1599 krónur fyrir þetta og ekki krónu meir. Þá fór hún og náði í verslunarstjórann sem var stúlka um tvítugt. Hún var mjög almennileg og leiðrétti þetta við og ég borgaði 1599 kr.
Þarna munaði heilum 700 krónum á uppsettu verði og það sem ég átti að borga. Hvað haldið þið að verslanir komist oft upp með svona hluti?
Ég hvet ykkur til að vera á varðbergi gagnvart svona hlutum.
Rétt skal vera rétt
Athugasemdir
Einmitt. Þetta er kannski fyrirbrigðið sem kallast að eitthvað geti verið hilluverð og kassaverð. Það er eitthvað sem ég ekki skil en vildi samt fá útskýrt. Geta þannig verslunarhættir verið löglegir?
Rögnvaldur Hreiðarsson, 24.6.2007 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.