.

Mávarnir á tjörninni

Var að ferðinni í gær með drengina mína. Ég fór niður í miðbæ og keyrði eftir Fríkirkjuveginum í norður. Ég hafði hugsað mér að kíkja niður á tjörn. Ég skildi ekki í því hversvegna umferðin var svo hæg. Ég var stopp í nokkrar mínútur við Fríkirkjuna sjálfa. Hægt og rólega sigaðist svo umferðin áfram.

Ég áttaði mig á því hvað olli þessar töf á umferðinni. Það hafði einhver ágætur vegfarandi hent niður frönskum kartöflum í götuna. Um leið voru mávarnir mættir. Það var mávager að kroppa upp þennan mat og létu þér sér fátt um finnast þrátt fyrir læti í bílflautum.

Ég hætti við að fara niður á tjörn. Það var svo mikið af mávi þarna og lætin og viðbjóðurinn af þeirra tilstuðlan er svakalegur.

Það gleður mig að KR-ingurinn Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfissviðs Reykjavíkurborgar sé að taka til í þessum málum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband