.

Niðurlægingin heldur áfram

Hvað getur maður sagt núna. 1 stig eftir 7 leiki er eitthvað sem engin bjóst við. Það var búið að gera allt hvað hægt var að gera til að vera jákvæður fyrir leikinn gegn HK.

Ég var kominn tímanlega þar sem ég var að lýsa í útvarpi KR. Sat með Þresti Emilssyni og við ræddum KR fram og til baka. Við vorum komnir á þá skoðun og vorum í raun sannfærðir um að KR myndi sigra í kvöld.

Leikurinn hófst og gekk vel til að byrja með. Svo kom kom höggið mark gegn gangi leiksins hjá HK. Við þetta áttu KR-ingar ekkert svar við leik HK.

Martröðin hélt svo áfram í síðari hálfleik. HK bætti við öðru marki eftir skelfileg misstök hjá Kristjáni Finnbogasyni markmanni KR. 2-0 ósigur því staðreynd.

Nú held ég að þolinmæði KR-inga sé á þrotum. Ég skynjaði það strax eftir leikinn. Fólk var farið að tala um ferðarlög til Ólafsvíkur og Ólafsfjarðar á næsta ári og þökkuðu um leið að Grímsey væri ekki með lið í næst efstu deild.

Nú verður stjórn KR sport og aðrir sem koma að meistaraflokki karla að fara yfir stöðuna og meta hana af skynsemi áður en það fer illa.


mbl.is HK og Keflavík og FH fögnuðu sigrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Ég ætlaði að reyna að hlusta á þig í gegnum netið í gær Palli og alltaf þegar ég reyndi að tengjast þá hrundi routerinn minn.

Getur verið að þessi norski dómari úr Samalöndum sem ég las um í gær hafi lagt álögur á Teit og þá KR í leiðinni. Ekkert virkar hjá ykkur núna.

Annars finnst mér að KR útvarp ætti bara að snúa sér að körfunni, þar eru hlutirnir að gerast.

Rúnar Birgir Gíslason, 21.6.2007 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband