.

Englendingar arfaslakir

Mikið svakalega hlakkaði mig til að sjá leik Ísraels og Englendinga í undankeppni EM 2008. Ég var orðinn fullur bjartsýni fyrir hönd Englands eftir að hafa lesið viðtöl við leikmenn og stjóra Englendinga á hinum og þessum fótboltasíðum.

Mér leyst bara vel á uppstilingu enska liðsins. Rooney, Gerrard, Lampard og Terry allir á sínum stað. Svo hófst leikurinn. Ég nánast sofnaði undir þessum leik eftir aðeins 10 mínútur. Það var gjörsamlega ekkert í gangi. Staðan jöfn í leikhléi eftir slakan fyrri hálfleik.

Ég hugsaði með mér nú taka menn þetta í síðari hálfleik. Allt kom fyrir ekki og steindautt 0-0 jafntefli. Englendingar hafa ekki sigrað núna í 5 landsleikjum í röð. Með spilamennsku eins og þeir sýndu í dag þá verða þeir ekki með á EM 2008 í Austurríki og Sviss.

Það vantaði allan kraft og allan vilja hjá leikmönnum til að gera vel fyrir liðið. Hugmyndauðgi liðsins var enginn. Nú hugsa ég að Steve Maclaren eigi ekki sjö dagana sæla sem framkvæmdarstjóri liðsins. Stjórn breska knattspyrnusambandsins hljóta að vera farnir að hugsa um eftir mann Steve Maclarens. Þessi árangur Englendinga er ekki viðunandi.


mbl.is Ísrael og England skildu jöfn í Tel Aviv
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ágæt grein að mörgu leyti. Þrjár villur samt a.m.k. Það heitir "ég hlakka til", en ekki "mig hlakkar til". "Mér leyst vel á..." er ekki rétt. Þarna á ekki að vera ypsilon. Ekkert er leyst heldur litist á. Svo er töluruglingur í lokamálsgreininni. Stjórn breska (ætti nú raunar að vera enska) knattspyrnusambandsins "hlýtur" að vera farin að hugsa sinn gang.

Skrifa þetta nú kannski mest vegna þess að ég veit sjálfur hve gaman er að fá athugasemdir við bloggskrif. 

Sæmundur Bjarnason, 25.3.2007 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband