.

Á varðbergi

Í dag fór ég í Bónus til að versla inn fyrir helgina. Það er með því leiðinlegasta sem ég geri. Það var verslað þetta hefðbundna. Ég borgaði fyrir herlegheitin rétt tæpar 7 þúsund krónur.

Hefði ég verið á varðbergi þá hefði ég náð að versla fyrir aðeins minni upphæð. Því þegar heim var komið þá sá ég að verðin voru hærri á strimlinum en það sem stóð í hillunum.

Ég keypti Gular baunir frá Green giant. Dósin átti að kosta skv hillumerkingu 45 krónur en ég borgaði 89 krónur eða allt að 100 % hærrra verð !!!

Gosið sem ég keypti átti að kosta 68 krónur 2ja lítra flaska sem var á tilboði. Nei ég borgaði 79 krónur fyrir 2 lítra.

Nóa Kropp átti að kosta stór poki 338 krónur en ég borgaði 342 krónur.

Þetta er alveg með ólíkindum að sjá þetta. Hversu oft er búið að plata mann? Nú verð ég betur á verði og geri athugasemdir við þetta næst þegar ég fer í Bónus.

Það væri nú gaman að vita hvað Bónus platar marga hvern dag og hvað þetta gerir í krónum talið hvern dag sem þeir hafa af fólki með þessu svindli.

Ég hvet ykkur lesendur góðir að passa uppá þetta þegar þið farið og verslið inn næst fyrir heimilið í Bónus.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru arðræningjar sem eiga heima á bak við lás og slá

Sammi (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 12:37

2 identicon

Mér finnst þú nú frekar dómharður við þá sem hafa bætt kjör almennings í þessu landi svo um munar.  Gæti verið að einhver hafi gert mistök sem við öll gerum í önnum dagsins

Sammi (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband