27.1.2007 | 10:46
Lélegt sjónvarpsefni
Ég var búinn að gera allt klárt fyrir heilaga sjónvarpsstund í gærkvöldi með börnum mínum. Það var mikil spenna í loftinu fyrir X factor á Stöð 2. Fyrsta beina útsendingin að fara í loftið. Við vorum með miklar væntingar og áttum von á því að nú yrði Idolið slegið út.
Þátturinn byrjaði og maður hugsaði með sér jæja þetta er fyrsta útsendingin þetta á allt eftir að lagast. Það vantaði ekkert uppá umgjörðina. Þegar á leið þá fór þetta bara versnandi. Ég gaf þessu samt séns. Það eru allir að reyna að standa sig vel. Það skal tekið fram að keppendurnir voru mjög góðir þeir gerðu allt sem hægt var að gera þennan þátt spennandi. Hljómsveitin mjög góð og Heiða í topp formi í bakröddum. Áfram hélt þetta svo.
Það tók svo botninn úr þegar dæma ætti einn þátttakandan úr keppni. Ellý er engan vegin fær um að vera þarna. Hún hefur ekki hunds vit á tónlist. Ég hafði mikið dálæti á henni í Q4U og pönkinu en því miður þá getur hún þetta ekki. Hún valdi svo að halda annari stúlkunni þar sem hún átti heima lengar í burtu??? Snýst þessi keppni um búsetu keppanda? Hvað verður það næst?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.