.

Formannslagurinn hjá KSÍ

Þá er ekki nema sólarhringur þar til skilafrestur til framboðs formanns KSÍ rennur. Kosningarslagurinn er hafinn fyrir fullt og allt. Þrír hafa gefið sig fram. Geir Þorsteinsson núverandi framkvæmdarstjóri KSÍ, Jafet Ólafsson stjórnarmaður í VBS fjárfestingabanka og svo er það Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hjá Morgunblaðinu og fyrrum knattspyrnukona sem gefa kost á sér. Í morgunútvarpi rásar 1 í morgun var viðtal við frambjóðendurna. Stefnuskrá þessara aðila virðist vea á sama veg að styðja við grasrótina. Jafna mun karla og kvenna í hreyfingunni.

Liðin í landinu hafa verið að senda frá sér stuðningsyfirlýsingar til þessara aðila en flestar hafa verið yfirlýsingar til handa Geirs Þorsteinssonar.

Sjálfur er ég hlynntastur því að Geir verði kostinn formaður. Hann hefur starfað innan knattspyrnuhreifingarinnar í rúm 20 ár. Fyrst hjá KR og svo fór hann ungur til starfa hjá KSÍ. Hann hefur unnið mjög gott starf og hann nýtur mikillar virðingar innan FIFA og UEFA.

Heyrst hefur að liðin utan af landi muni styðja við bakið á Jafet. Einnig hef ég heyrt að FH-ingar sjálfir Íslandsmeistarar 3ja ára í karlaflokki vilji sjá breytingar. Þeir koma til með að kjósa Jafet ef ég heyrt.

Það verður spennandi að sjá hvað gerist.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband