.

Færsluflokkur: Bloggar

Á varðbergi

Í dag fór ég í Bónus til að versla inn fyrir helgina. Það er með því leiðinlegasta sem ég geri. Það var verslað þetta hefðbundna. Ég borgaði fyrir herlegheitin rétt tæpar 7 þúsund krónur.

Hefði ég verið á varðbergi þá hefði ég náð að versla fyrir aðeins minni upphæð. Því þegar heim var komið þá sá ég að verðin voru hærri á strimlinum en það sem stóð í hillunum.

Ég keypti Gular baunir frá Green giant. Dósin átti að kosta skv hillumerkingu 45 krónur en ég borgaði 89 krónur eða allt að 100 % hærrra verð !!!

Gosið sem ég keypti átti að kosta 68 krónur 2ja lítra flaska sem var á tilboði. Nei ég borgaði 79 krónur fyrir 2 lítra.

Nóa Kropp átti að kosta stór poki 338 krónur en ég borgaði 342 krónur.

Þetta er alveg með ólíkindum að sjá þetta. Hversu oft er búið að plata mann? Nú verð ég betur á verði og geri athugasemdir við þetta næst þegar ég fer í Bónus.

Það væri nú gaman að vita hvað Bónus platar marga hvern dag og hvað þetta gerir í krónum talið hvern dag sem þeir hafa af fólki með þessu svindli.

Ég hvet ykkur lesendur góðir að passa uppá þetta þegar þið farið og verslið inn næst fyrir heimilið í Bónus.

 

 


Sigur faglegrar blaðamennsku

Þetta er góður dagur fyrir faglega blaðamennsku. Bubbi vissi það fyrir víst að hann myndi hafa sigur í þessu máli. Hann hefur verið ómyrkur í máli fyrir ranglæti í heiminum allt frá því að ég fór að fara á tónleika með honum árið 1984. Bubbi er baráttumaður sem lætur ekkert stoppa sig.

Nú er ljóst að menn verða að vanda sig í umfjöllun framtíðarinnar. 

Sannleikurinn er sagna bestur


mbl.is Bubba Morthens dæmdar bætur fyrir meiðyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lélegt sjónvarpsefni

Ég var búinn að gera allt klárt fyrir heilaga sjónvarpsstund í gærkvöldi með börnum mínum. Það var mikil spenna í loftinu fyrir X factor á Stöð 2. Fyrsta beina útsendingin að fara í loftið. Við vorum með miklar væntingar og áttum von á því að nú yrði Idolið slegið út.

Þátturinn byrjaði og maður hugsaði með sér jæja þetta er fyrsta útsendingin þetta á allt eftir að lagast. Það vantaði ekkert uppá umgjörðina. Þegar á leið þá fór þetta bara versnandi. Ég gaf þessu samt séns. Það eru allir að reyna að standa sig vel. Það skal tekið fram að keppendurnir voru mjög góðir þeir gerðu allt sem hægt var að gera þennan þátt spennandi. Hljómsveitin mjög góð og Heiða í topp formi í bakröddum. Áfram hélt þetta svo.

Það tók svo botninn úr þegar dæma ætti einn þátttakandan úr keppni. Ellý er engan vegin fær um að vera þarna. Hún hefur ekki hunds vit á tónlist. Ég hafði mikið dálæti á henni í Q4U og pönkinu en því miður þá getur hún þetta ekki. Hún valdi svo að halda annari stúlkunni þar sem hún átti heima lengar í burtu??? Snýst þessi keppni um búsetu keppanda?  Hvað verður það næst?


Formannslagurinn hjá KSÍ

Þá er ekki nema sólarhringur þar til skilafrestur til framboðs formanns KSÍ rennur. Kosningarslagurinn er hafinn fyrir fullt og allt. Þrír hafa gefið sig fram. Geir Þorsteinsson núverandi framkvæmdarstjóri KSÍ, Jafet Ólafsson stjórnarmaður í VBS fjárfestingabanka og svo er það Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hjá Morgunblaðinu og fyrrum knattspyrnukona sem gefa kost á sér. Í morgunútvarpi rásar 1 í morgun var viðtal við frambjóðendurna. Stefnuskrá þessara aðila virðist vea á sama veg að styðja við grasrótina. Jafna mun karla og kvenna í hreyfingunni.

Liðin í landinu hafa verið að senda frá sér stuðningsyfirlýsingar til þessara aðila en flestar hafa verið yfirlýsingar til handa Geirs Þorsteinssonar.

Sjálfur er ég hlynntastur því að Geir verði kostinn formaður. Hann hefur starfað innan knattspyrnuhreifingarinnar í rúm 20 ár. Fyrst hjá KR og svo fór hann ungur til starfa hjá KSÍ. Hann hefur unnið mjög gott starf og hann nýtur mikillar virðingar innan FIFA og UEFA.

Heyrst hefur að liðin utan af landi muni styðja við bakið á Jafet. Einnig hef ég heyrt að FH-ingar sjálfir Íslandsmeistarar 3ja ára í karlaflokki vilji sjá breytingar. Þeir koma til með að kjósa Jafet ef ég heyrt.

Það verður spennandi að sjá hvað gerist.....


Umferðin í höfuðstaðnum

Mikið var ég sammála biskupi vorum þegar hann var að fjalla um umferðarmenninguna hér í borg í ræðu sinni á nýársdag. Hann kom réttilega inná að það er mikið siðferðisleg ábyrgð að aka bíl. Það gengur ekki að missa 30 manns í umferðinni á þessu ári eins og gerðist árið 2006. Allt er þetta hraðanum að kenna vil ég meina. Fólk verður að fara temja sér betri athygli í akstri og aka eftir því sem aðstæður leyfa.

Liður í því að koma umferðarmenningunni á hærra plan hér á landi er umfjöllun Umferðarráðs á Rás 2 og Bylgjunni. 2-3 sinnum á dag koma með starfsmenn Umferðarstofu og tala um hina og þessa hluti. Það sem verra er að þetta eru alltaf sömu hlutirnir. Munið beltin, ljósin og fara varlega. Hvernig væri nú ef þetta fólk minnti okkur á að nota stefnuljósin. Það mætti halda að annar hver bíll hér í bæ væri ekki með stefnuljós.

 Förum varlega í umferðinni, munum beltin, ljósin og stefnuljósin


Skaupið

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband