.

Uppgjörið færist nær

Þegar þetta er skrifað þá eru ekki nema um 14 klst í að lokaumferð Landsbankadeildarinnar fari fram.

Það bíða allir íþróttaáhugamenn eftir þessu. Valsmenn eru að fara úr límingunum og veit ég til þess að þeir fóru á hótel fyrr í dag. Undirbúningurinn hjá þeim er greinilega eins og hjá þeim liðum sem eru að fara leika úrslitaleik í bikarkeppni. Farið og einangrað sig frá fjölmiðlum og öðrum hlutum sem gætu haft áhrif á hugarfar leikmanna.

Það var óneytanlega ljúf tilfinning þegar ég fór í vinnuna í morgun. Þegar ég var komin að brúnni sem tengir Reykjavíkurtjörn og Háskóla svæðið þá var búið að strengja borða á brúnna og á henni stóð

"KR FELLUR ALDREI"

Þetta gaf manni vissulega fögur fyrirheit. Það sem er þó best í þessu að ég hef alltaf haft trú á mínum mönnum og er þess sannfrærður að KR fellur ekki.

Ég hvet ykkur til að mæta tímanlega í Frostaskjólið á morgun. Það er frítt inn fyrir þá sem mæta merktir KR á einhvern hátt. Nú er um að gera að klæða sig í sparifötin og eins og skáldið sagði :

"Við stöndum saman allir sem einn"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

,,uppgjöf þekkir enginn hér'' Já kem spari klæddur að venju. 

ÁFRAM KR

Kjartan Pálmarsson, 29.9.2007 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband