.

Færsluflokkur: Íþróttir

Stórleikur í körfunni á morgun

Á morgun þriðjudag 20 nóv kl 19:15 fer fram stórleikur í Evrópukeppni í körfuknattleik í DHL höllinni KR-inga við Frostaskjól.

KR-ingar taka þá á móti tyrkneska liðinu Banvit BC. Þetta verður án nokkurs vafa erfiður leikur fyrir KR. Það hefur þó sannast að allt er hægt í íþróttum

Nú er bara um að gera að fjölmenna.

Áfram KR !!!!


Hvað var að hjá KR ?

Það er flott viðtal við Gunnlaug Jónsson fyrirliða KR í Morgunblaðinu í morgun. Þar er verið að reyna að komast að því hvað hafi í raun verið að hjá KR. Hann sagðist ekki benda með vísifingri á eitthvert eitt atriði. Það er vel gert hjá honum.

Hann talaði um að menn hafi ekki verið nóg grimmir á æfingum. Hafi ekki barist nóg þar og því hafi liðsandinn ekki verið nægilega sterkur. Hann vildi ekki kenna Teiti Þórðarsyni fyrrum þjálfara um þetta gengi því hann hafi gefið ungum mönnum tækifæri í liðinu. Gunnlaugur talaði líka um að mönnum hafi ekki hlakkað neitt sérstaklega til Íslandsmótsins þegar það var að fara af stað.

Þarna er maðurinn að svara vel fyrir sig og sína liðsfélaga. Þarna eru komnir punktar sem hægt verður að nota til að byggja upp nýtt lið fyrir sumarið 2008.

Þetta er fróðlegt og gott viðtal við Gulla.


Þetta var löng og erfið ganga

Þá er tímabilið í fótboltanum búið. KR féll ekki sem betur fer.

Þegar tímabilið var að byrja þá vantaði ekki væntingarnar hjá manni í garð KR. Allt átti að vera svo flott í og fínt. Talað var um að KR hefði unnið leikmanna markaðinn sl vetur. Öflugir menn hefðu skrifað samninga við félagið. Nú skildi blása til sóknar.

Þegar mótið var hálfnað var allt annað uppá teningnum. KR í botnsæti og útlitið hreinlega svart. Teitur hætti og Logi tók við eins og allir vita.

Sem betur fer fór þetta betur en á horfðist á tímabili. Það er hægt að hugga sér við það hefðu 2 lið fallið í sumar þá hefði KR sloppið.

Nú er það komið í ljós að Rúnar Kristinsson er hættur og vil ég þakka honum fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir KR og fótboltann á Íslandi.

Nú þegar þetta er yfirstaðið og aðrar áhyggjur taka við þá þarf að staldra við og fara yfir hlutina. Það eru nokkrar spurningar sem vakna.

Hver tekur við þjálfara starfinu hjá KR?

Hvaða leikmenn hætta?

Hvaða leikmenn koma til KR?

Þessum spurningum verður að mestu búið að svara fyrir mánaðarmótin nóv - des geri ég ráð fyrir. Nú er bara að bíða og sjá.

Nú er það karfan sem tekur við og þar hefur KR titil að verja.


Umgjörð heimaleikja í Landsbankadeild

Ég er nokkurnveginn í sárum eftir leik FH og KR í kvöld. Þetta er alveg gjörsamlega til að gera mann brjálaðan gengi KR í sumar. 

Það eru þó 3 leikir eftir og þar af 2 heima og nú verða menn að standa saman til að ná þessu markmiði - að halda sæti sínu í deildinni.

Það er annað sem fer enn meira í taugarnar á mér eftir kvöldið. Það er umgjörð FH á heimaleikjum og þá helst aðstaðan fyrir blaðamenn.

Ég hef nú verið vallarþulur á KR vellinum í ein 17 ár nú í sumar. Þar er alltaf hugsað um að fjölmiðlamenn og konur fái topp aðstöðu. Hjá KR er það þannig að leikskýrslan er tilbúin 40 mínútum fyrir leik. Það eru alltaf veitingar fyrir fjölmiðlamenn í blaðamannastúkunni og svo fyrir sjónvarpsmenn sem eru ekki í blaðamannastúkunni. Þetta er allt saman tilbúið klukkutíma fyrir leik.

Í kvöld var ég að lýsa leik FH og KR í útvarpi KR FM 98,3. Ég var kominn klukkan 17:10 og allt klárt. Það var ekkert komið af veitingum. Tuttugu mínútum fyrir leik var ekkert komið hvorki kaffi, vatn né leiksskýrslan. 

Þrjár mínútur í leik kom loks skýrslan. Það bólaði hinsvegar ekkert á kaffinu sem maður hélt að kæmi.

Ég fékk svo ekki kaffi fyrr en heim var komið. Það var sem sagt ekkert kaffi á boðstólnum fyrir fjölmiðlamenn á leiknum !!!!

Nú er ég farinn að skilja Henry Birgi Gunnarsson þegar hann er að tala um aðstæður hjá félögunum. 

Þetta er til skammar. Íslandsmeistarar til margra ára hafa aðbúnaðinn ekki í lagi.

Nú er ég loksins farinn að skilja hversvegna allir fjölmiðlamenn mæta alltaf á alla KR leiki. 


Betra seint en aldrei

Mikið er manni nú létt. Þetta er svo langþráður sigur að það hálfa væri nóg. Nú er ég sannfærður um að KR falli ekki - sem betur fer.

Það eru skv. skoðanakönnun um 22 þúsund KR-ingar á Íslandi. Það gerir að 278 þúsund Íslendingar sem vilja að KR falli í ár .

Áfram KR !! 


mbl.is KR landaði sigri - toppliðin náðu aðeins stigi á heimavelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband