.

Laugavegurinn

Um sl helgi fór ég snemma í miðbæinn. Það var fallegt veður og var bara nokkuð bjartsýnn þann dag. Þegar ég fór svo að labba upp Laugavegin þá blasti ekki við fögur sjón. Hvert verslunarrýmið ónotað og til leigu. Það voru ekki margir á ferli þó svo að klukkan hafi verið farin að nálgast hádegi. Það var hér áður fyrr allt fullt af fólki og mikið að gera í verslunum. Það var ekki að sjá um daginn. Hver starfsmaðurinn á fætur öðrum í hverri búð á fætur annari með farsíman í hendinni sendandi SMS skilaboð og væntanlega verið að biðja vini og vandamenn að kíkja við.

Ég var ekki lengi að koma mér úr bænum því þarna var engin stemmning. Það var svo um kvöldið að ég fór á rúntinn. Ekki skánaði ástandið þá. Hver skemmtistaðurinn á fætur öðrum tómur því allir voru úti á stétt að reykja. Svo var ekki nóg með það heldur sást ekki neitt því það var slökkt á öllum ljósastaurum. Það er kannski svona sem borgarstjórnin sparar peningana?

Það er alveg ljóst á þessu að menn verða að fara taka til hendinni í málefnum miðbæjarins. Ef fram heldur sem horfir leggst verslun af í miðbænum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nei sko.. Óli F er að friða miðbæinn.. bókstaflega.

Óskar Þorkelsson, 23.4.2008 kl. 23:32

2 Smámynd: Ómar Ingi

Laugavegurinn er soldið Bronx þegar það var uppá sitt versta í den

Ómar Ingi, 24.4.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband