.

Hef bara aldrei séð þetta áður ! ! !

Alltaf gaman þegar maður sér eitthvað nýtt í matvörubúðum.

Nýtt í Hagkaupi

Hvað skildi vera gott með þessu?


Fánalög og Gdansk

Skellti mér á fyrri tónleikana í kvöld. Þetta voru flottir tónleikar. Ég held að síðast þegar ég fór á tónleika með Nýdönsk var í íslensku óperunni 1991 um það leiti sem Regnbogaland var að koma út.

Tónleikar kvöldsins voru vel heppnaðir í alla staði. Björn Jörundur var flottur og húmorinn hans hitti í mark. Jón Ólafsson var mjög flottur. Mér fannst mikið til koma þegar hann söng einn síns liðs lagið Svefninn laðar og snéri baki í tónleikagesti. Þetta var svolítið einkennilegt.

Þegar leið á tónleikana þá bættist í bandið. Þeir komu fyrrum liðsmenn Nýdönsk Einar Sigurðsson og Valdimar Bragi. Þá var talið í 2 rútubílasöngva eins og Björn Jörundur Fribbason sagði. Lögin þekkja allir Hjálpaðu mér upp og Fram á nótt. Það heppnaðist svona glimrandi vel.

Eitt af hápunktum kvöldsins var þegar Björn Jörundur og Jón Ólafsson tóku saman lagið Tré af plötunni Regnbogaland. Þá söng Björn mjög svo vel og undirleikur Jóns var mjög flottur en það sem truflaði var hammondinn. Snúningurinn á hammondinum truflaði hljóðið í salnum.

Þegar þessu var lokið var snúið sér að nýju lögunum Afneitum draumunum og Verðbólgin augu. Þessi lög virka mjög vel. Í Verðbólgin augu kom þeim til aðstoðar og hann syngur víst í þessu lagi en enginn hefur tekið eftir því fyrr en núna - Stefán Hilmarsson sálarmaður með meiru. Mjög flott. Það var svo nokkuð liðið á tónleikana þegar Daníel Ágúst Haraldsson var kallaður uppá svið. Þá fór að færast fjör í leikinn. Daníel Ágúst sagði ekki mikið þegar hann kom en þó "Nú verða bara smellir"

Í kjölfarið komu Landslag skýjanna, Hólmfríður Júlíusdóttir, Horfðu til himins, Hunang og Alelda. Þetta steinlá allt saman.

Eftir að Daníel steig á stokk þá dofnaði aðeins yfir Birni Jörundi. Maður skynjaði smá strauma á milli þeirra bæði jákvæða og neikvæða.

Þetta voru góðir tónleikar með góðu sándi. Eina sem vantaði í lagaval kvöldsins var Skynjun.

Annars bíður maður bara spenntur eftir næstu tvemur plötum þeirra - Fánalög og Gdansk


mbl.is Ný dönsk heldur upp á tvítugsafmælið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eric Clapton

Í tilefni af því að það sé að koma út ný plata með Eric Clapton þá fór ég í safnið mitt og var að spá í Clapton.

Ég setti plötuna August í spilarann. Þessi plata fékk mjög góða dóma á sínum tíma. Með honum á þessari plötu eru Greg Phillinganes á hljómborð, Nathan East á bassa og Phil Collins á trommur. Í bakröddum á er svo drottningin sjálf Tina Turner.

Það var mikið hlustað á þessu plötu á sínum tíma þegar hún kom út árið 1986. Það verður bara að segjast eins og er að hún eldist svakalega vel. Lög eins og Hold on, Run, It´s in the way that you use it og Holy mother eru frábærar lagasmíðar. Clapton er í sínu besta formi á þessari plötu.

Það er ljóst að ég á eftir að fjárfesta í nýju plötunni hans Eric Clapton - Back home. Skildi hann leita uppruna síns á þeirri plötu?


Hvað var að hjá KR ?

Það er flott viðtal við Gunnlaug Jónsson fyrirliða KR í Morgunblaðinu í morgun. Þar er verið að reyna að komast að því hvað hafi í raun verið að hjá KR. Hann sagðist ekki benda með vísifingri á eitthvert eitt atriði. Það er vel gert hjá honum.

Hann talaði um að menn hafi ekki verið nóg grimmir á æfingum. Hafi ekki barist nóg þar og því hafi liðsandinn ekki verið nægilega sterkur. Hann vildi ekki kenna Teiti Þórðarsyni fyrrum þjálfara um þetta gengi því hann hafi gefið ungum mönnum tækifæri í liðinu. Gunnlaugur talaði líka um að mönnum hafi ekki hlakkað neitt sérstaklega til Íslandsmótsins þegar það var að fara af stað.

Þarna er maðurinn að svara vel fyrir sig og sína liðsfélaga. Þarna eru komnir punktar sem hægt verður að nota til að byggja upp nýtt lið fyrir sumarið 2008.

Þetta er fróðlegt og gott viðtal við Gulla.


Þetta var löng og erfið ganga

Þá er tímabilið í fótboltanum búið. KR féll ekki sem betur fer.

Þegar tímabilið var að byrja þá vantaði ekki væntingarnar hjá manni í garð KR. Allt átti að vera svo flott í og fínt. Talað var um að KR hefði unnið leikmanna markaðinn sl vetur. Öflugir menn hefðu skrifað samninga við félagið. Nú skildi blása til sóknar.

Þegar mótið var hálfnað var allt annað uppá teningnum. KR í botnsæti og útlitið hreinlega svart. Teitur hætti og Logi tók við eins og allir vita.

Sem betur fer fór þetta betur en á horfðist á tímabili. Það er hægt að hugga sér við það hefðu 2 lið fallið í sumar þá hefði KR sloppið.

Nú er það komið í ljós að Rúnar Kristinsson er hættur og vil ég þakka honum fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir KR og fótboltann á Íslandi.

Nú þegar þetta er yfirstaðið og aðrar áhyggjur taka við þá þarf að staldra við og fara yfir hlutina. Það eru nokkrar spurningar sem vakna.

Hver tekur við þjálfara starfinu hjá KR?

Hvaða leikmenn hætta?

Hvaða leikmenn koma til KR?

Þessum spurningum verður að mestu búið að svara fyrir mánaðarmótin nóv - des geri ég ráð fyrir. Nú er bara að bíða og sjá.

Nú er það karfan sem tekur við og þar hefur KR titil að verja.


Uppgjörið færist nær

Þegar þetta er skrifað þá eru ekki nema um 14 klst í að lokaumferð Landsbankadeildarinnar fari fram.

Það bíða allir íþróttaáhugamenn eftir þessu. Valsmenn eru að fara úr límingunum og veit ég til þess að þeir fóru á hótel fyrr í dag. Undirbúningurinn hjá þeim er greinilega eins og hjá þeim liðum sem eru að fara leika úrslitaleik í bikarkeppni. Farið og einangrað sig frá fjölmiðlum og öðrum hlutum sem gætu haft áhrif á hugarfar leikmanna.

Það var óneytanlega ljúf tilfinning þegar ég fór í vinnuna í morgun. Þegar ég var komin að brúnni sem tengir Reykjavíkurtjörn og Háskóla svæðið þá var búið að strengja borða á brúnna og á henni stóð

"KR FELLUR ALDREI"

Þetta gaf manni vissulega fögur fyrirheit. Það sem er þó best í þessu að ég hef alltaf haft trú á mínum mönnum og er þess sannfrærður að KR fellur ekki.

Ég hvet ykkur til að mæta tímanlega í Frostaskjólið á morgun. Það er frítt inn fyrir þá sem mæta merktir KR á einhvern hátt. Nú er um að gera að klæða sig í sparifötin og eins og skáldið sagði :

"Við stöndum saman allir sem einn"


Gaman að þessu

Ég tók stoltur við verðlaunum frá SÍ (Samtökum íþróttafréttamanna) um bestu aðstöðu fyrir íþróttafréttamann í Landsbanka deild karla fyrir árið 2007 til handa KR.

Það er gaman af því þegar fólk tekur eftir því sem vel er gert. Við Íslendingar höfum ekki verið dugleg að gefa náunganum hrós fyrir þá hluti sem vel eru gerðir.

KR hefur alltaf lagt mikinn metnað í að hafa þessa hluti á hreinu. Það eru gríðarlega margir sem koma að framkvæmd heimaleikja hjá KR. Fyrst ber að telja Karólínu M Jónsdóttur. Hún er búin að vera í þessu frá því að KR byrjaði að spila leiki í Frostaskjólinu. Hún sér um að kaffið og bakkelsið sé vel framreitt.

Þorlákur Björnsson sér um að koma leikskýrslu til fjölmiðlamanna. Gunnar Jóhannsson sér um að taka á móti dómurum. Gummarnir tveir sjá um að mörk og hornfánar séu á sínum stað á leikdegi og svona væri hægt að telja fleiri og fleiri.

Þetta er góð viðurkenning á hluti sem vel eru gerðir og erum við í KR þakklát fyrir það. Þetta hvetur okkur til að gera enn betur á næsta ári.


Spennan magnast í Landsbankadeildinni

Nú dregur til tíðinda á laugardaginn kemur. Þá verður síðasta umferðin leikin í Landsbankadeildinni. Það mætti segja mér að flestir komi til með að mæta á leik Vals og HK sem fram fer í Laugardalnum.

Nú sá ég ekki leik Fram og KR um sl. helgi. Það eru allir KR-ingar frekar pirraðir yfir því að hafa ekki náð að landa sigri í þeim leik.

Ég er sannfærður um að KR heldur sér uppi.


Stoltur !

Það var KR-sigur í gær og það er frábært. Það er góð tilfinning fyrir leikinn gegn Fram á sunnudaginn 23. sept sem fram fer á Laugardalvellinum.

Það voru aðrir hlutir sem glöddu mig ekki síður í gær og það má sjá hér


Ótrúlegur Anderson

Hvað getur maður sagt. Tónleikarnir voru stórkostlegir í gær. Ian Anderson hefur slíka nálgun á tónlistina að það er ótrulegt. Hann hefur engu gleymt. Krafturinn í kallinum var magnaður. Hann er eins og seyðkarl þegar hann fer um sviðið með flötuna á lofti.

Lögin Budapest og Songs from the woods stóðu uppúr. Það er ljóst að Jethro á eftir að vera lengi í spilaranum næstu vikurnar.

Hljóðið fór ekki vel af stað til að byrja með. Það heyrðist ekki nægilega vel í Andeson. Það kom svo allt saman eftir 2-3 lög. Háskólabíó er mjög góður tónleikastaður. Þar er góður hljómburður og nálægðin við hljómsveitirnar er mikil.

Það var gaman að sjá Óla Hólm trommara og Labba í Mánum meðal áhorfenda í gær. Þeir voru sáttir við tónleikana. 

Nú er bara að vona að þeir komi aftur á næsta ári.


mbl.is Jethro Tull skemmti sér og öðrum í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband